Birna leikkona ársins í aukahlutverki

Birna Pétursdóttir hlaut í vikunni Grímuverðlaunin sem leikkona ársins í aukahlutverki en hún leikur Daða dreka í söngleiknum Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar.

Birna er alin upp á Egilsstöðum og hóf ferilinn hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs sem hún fékk inngöngu í aðeins átta ára gömul.

Að loknu námi í Menntaskólanum á Akureyri skráði hún sig í breska Rose Bruford leiklistarskólann og lauk þaðan BA námi. Hún vann um tíma í álverinu á Reyðarfirði eftir heimkomu en hélt síðan norður á ný þar sem hún starfaði meðal annars fyrir sjónvarpsstöðina N4 auk þess að starfa sjálfstætt við sjónvarpsþáttagerð.

Hún hefur í vetur leikið bæði í Benedikt búálfi og gamanleiknum Fullorðin.

Mynd: Menningarfélag Akureyrar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar