Bæjarstjórn sendi niðurskurðartillögu til föðurhúsanna

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti ekki tillögu bæjarráðs og fræðslunefndar sveitarfélagsins frá því í mars um að fella niður álagsgreiðslur í hádegi hjá starfsmönnum leikskóla. Álagsgreiðslurnar höfðu verið framlengdar tímabundið við gerð síðustu kjarasamninga. Tillögurnar voru fram komnar vegna sparnaðaraðgerða hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni aftur til bæjarráðs. Starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins héldu fund í vikunni þar sem fram kom megn óánægja með tillögu fræðslunefndarinnar, en greiðslurnar vega talsvert í launum starfsmanna.

fljtsdalshra_merki.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar