Bjartmar sýnir á Hátíð hafsins
Fjöllistamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson opnar myndlistarsýningu á Hátíð hafsins á morgun. Hann tekur lagið við opnunina og gefur út bók.
Hafið er þema sýningarinnar en Bjartmar segir listsköpun sína löngum hafa verið nátengda sjómennsku og brauðstritinu við sjávarsíðuna. Á morgun kemur einnig út bók með ljóðum Bjartmars, söngtextum og ljóðum sem er ríkulega myndskreytt með myndverkum hans.
Sýningin verður á Sjávarbarnum og Keisaranum á Granda og er opin frá 10:00-22:00 alla daga. Bjartmar verður sjálfur á svæðinu á morgun og tekur lagið klukkan 17:00.