Bjartsýni í Vallarneskirkju

Allsérstakur viðburður mun eiga sér stað í Vallarneskirkju síðdegis á morgun laugardag þegar flautukvartettinn Bjartsýni heldur tónleika undir yfirskriftinni Sumardagur á fjöllum. Þar alfarið um austfirska flautuleikara að ræða og verður meðal annars frumflutt nýtt verk eftir fimmta Austfirðinginn.

Þar er um að ræða glænýjan flautukvartett eftir Báru Sigurjónsdóttur frá Egilsstöðum en það verk ber nafnið Áminning. Auk þess flytur hópurinn verk eftir sex aðra velþekkta höfunda eins og Theolonius Monk og Eugene Bozza svo aðeins tveir séu nefndir. Það er einmitt frægt tónverk Bozza, Jour d'été à la montagne, eða Sumargleði á fjöllum sem er yfirskrift tónleikanna

Kvartettinn sjálfur samanstendur af þeim Hildi Þórðardóttur, Jóni Guðmundssyni, Sigurlaugu Björnsdóttur Blöndal og Sóleyju Þrastardóttur sem eru öll velþekkt meðal tónlistarunnenda á Austurlandi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun en aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sami hópur treður svo upp í Nýheimum á Höfn í Hornafirði á sunnudaginn.

Hljómburður þykir almennt með þeim betri í Vallarneskirkju þar sem tónleikarnir verða haldnir á morgun. Mynd Austurlandsprófastsdæmi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.