Skip to main content

Björt tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. nóv 2021 09:45Uppfært 22. nóv 2021 09:49

Seyðfirðingurinn Björt Sigfinnsdóttir hefur verið tilnefnd sem viðurkenningarinnar Framúrskarandi ungir Íslendingar.


Það er JCI hreyfingin á Íslandi sem afhendir verðlaunin. Það verður gert á miðvikudag og er það í 20. sinn sem það er gert.

Björt er eini Austfirðingurinn á listanum í ár en hún er tilnefnd fyrir afrek á sviði menningar. Björt er framkvæmdastjóri LungA-hátíðarinnar sem hún tók þátt í að stofna fyrir rúmu 20 árum. Þá kom hún að stofnun LungA-skólans auk eigin listsköpunar, en hún hefur bæði gefið út tónlist og leikið í kvikmyndum.

Alls eru tíu einstaklingar tilnefndir og fær einn þeirra nafnbótina Framúrskarandi ungur Íslendingur.