Blak: Landsliðið vann Lúxemborg

Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann í gær lið Luxemborgar 3-0 á smáþjóðaleikunum. Þrír leikmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í liðinu.

 

ImageApostol Apostolov, þjálfari Þróttar stýrir liðinu og í hópnum eru Helena Kristín Gunnarsdóttir, Kristín Salín Þórhallsdóttir og Miglena Apostolova. Að auki er Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sem alin er upp í Þrótti en spilar með Tromsö Volley, í hópnum og Zahrina Filipova, sem lengi lék á Norðfirði en skipti síðan til HK. Tólf leikmenn eru í hópnu.

Í gær vann liðið Lúxemborg 3-0, 25-20, 25-19 og 25-16. Í umfjöllun volleyball.is um leikinn segir að Kristín Salín og Jóna Guðlaug hafi spilað sérstlega vel. Kristín stjórnaði uppspili liðsins en Jóna Guðlaug sá um að taka við sendingum hennar og koma niður í golf Lúxemborgara.

Leikarnir í ár fara fram á Kýpur.

Þá er þriðji flokkur stúlkna frá Þrótti kominn á Power Cup í Finnlandi . Sextán manna hópur fer frá Þrótti á mótið sem er haldið í Oulu , norðarlega í Finnlandi. Hópurinn samanstendur af tveimur fararstjórum, þjálfara og fjórtán leikmönnum sem mynda tvö lið. Um eitt þúsund lið keppa á mótinu og spilað er utandyra á sandi, grasi eða möl.

Fararstjórar liðsins halda úti dagbók á vef blakdeildar Þróttar . Þar segir meðal annars frá því að stelpurnar hafi „talsverða athygli hins kynsins og hafa slegið í gegn. Athugasemdir eins og: „This must be a group of beauty queens“ hafa slegið í gegn.“




Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar