Börn og ungmenni á Borgarfirði bjóða til tröllaveislu

Börnunum í leik- og grunnskóla Borgarfjarðar eystri þykir vænt um móðurmálið og bjóða fólki í mikla veislu á morgun í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Þangað allir velkomnir.

Veisluhöld barnanna samanstanda af göngutúr og samverustund við Svartfellið klukkan 14 á morgun en göngutúr verður ekki aldeilis látinn nægja heldur ætla börnin einnig að opna heila myndlistarsýningu við litla kofann hans Jóns og bæta um betur með ýmsum tröllasögum og ljóðum. Þau hafa einmitt unnið í vetur með tröll sem ákveðið þema að sögn Tinnu Jóhönnu Magnusson, kennara við skólann.

„Við ætlum að bjóða Borgfirðingum og öllum öðrum sem áhuga hafa að koma með okkur áleiðis að Svartfelli. Við höfum verið með svona ákveðið tröllaþema í skólanum og krakkarnir hafa þess vegna unnið í tröllamálverkum og ætla að opna svona sýninga á þeim verkum á morgun í tilefni dagsins uppi í fjalli. Spáin er fín á þessari stundu þannig að þá gengur þetta allt upp en við erum líka með aðra áætlun ef það gengur ekki eftir. Okkur langar mjög mikið til að fá fólk til að ganga með okkur að Svartfellinu og í þokkabót við myndlistarsýningu og tröllasögur þá ætla börnin að lesa ýmis kvæði í þokkabót áður en við svo bjóðum í smá veitingar í lokin.“

Það til verri hlutir en fara í göngutúra um fallega náttúru og það gera krakkarnir í leik- og grunnskólanum reglulega hvort sem er í Borgarfirði eða annars staðar. Á morgun vilja þau fá miklu fleiri með í túrinn. Mynd Facebook/GrunnskóliBorgarfjarðar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.