Borgarfjörður í vefsjá
Vefsjá um Borgarfjörð eystri, Víknaslóðir og Loðmundarfjörð er nú opin á veraldarvefnum. Vefsjáin er unnin af Loftmyndum ehf. í Reykjavík og hægt að skoða allan Borgarfjarðarhrepp þar inni með mikilli nákvæmni gegnum vefsíðu Borgarfjarðar eystri.
Vefsjáin er unnin upp úr loftmyndum sem teknar voru á svæðinu fyrir nokkrum árum síðan, en gagnagrunnurinn er reglulega uppfærður. Auk nær- og fjærmynda er til dæmis hægt að mæla vegalengdir í vefsjánni. Bent er á að þarna er á ferðinn gríðarlega mikið gagnamagn og stundum þurfi aðeins að bíða til þess að myndir í fullri upplausn skili sér á skjáinn.
Slóðin á vefsjána er http://www2.loftmyndir.is/kortasja/borgarfjordur.asp
Meðfylgjandi mynd úr vefsjánni er fengin af vefsíðu Borgarfjarðar eystri.