Borgarfjörður í vefsjá

Vefsjá um Borgarfjörð eystri, Víknaslóðir og Loðmundarfjörð er nú opin á veraldarvefnum. Vefsjáin er unnin af Loftmyndum ehf. í Reykjavík og hægt að skoða allan Borgarfjarðarhrepp þar inni með mikilli nákvæmni gegnum vefsíðu Borgarfjarðar eystri.

20090403162338558.jpg

 

Vefsjáin er unnin upp úr loftmyndum sem teknar voru á svæðinu fyrir nokkrum árum síðan, en gagnagrunnurinn er reglulega uppfærður. Auk nær- og fjærmynda er til dæmis hægt að mæla vegalengdir í vefsjánni. Bent er á að þarna er á ferðinn gríðarlega mikið gagnamagn og stundum þurfi aðeins að bíða til þess að myndir í fullri upplausn skili sér á skjáinn.

Slóðin á vefsjána er http://www2.loftmyndir.is/kortasja/borgarfjordur.asp

 

 

Meðfylgjandi mynd úr vefsjánni er fengin af vefsíðu Borgarfjarðar eystri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar