Braut lög um dýravernd og búfjárhald

Bóndi á Stórhól í Hamarsfirði hefur verið dæmdur til greiðslu sektar vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Greiðslan nemur 80 þúsund krónum. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði þetta í vikunni. Auk vanfóðrunar þótti ákæruvaldinu umgengni á jörðinni refsiverð en mikill óþefur er sagður hafa legið frá lambs- og hundshræjum sem fundust nálægt fjárhúsinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar