Skip to main content

Breiðdalsvík og Seyðisfjörður á lista yfir bestu smábæina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. nóv 2021 11:16Uppfært 30. nóv 2021 11:47

Breiðdalsvík og Seyðisfjörður eru á lista tímaritsins Travel + Leisure yfir átta bestu smábæina til að heimsækja á Íslandi.


Seyðisfjörður er fastagestur á listum sem þessum. Dregin er upp lýsing af mjallhvítum húsaröðum undir kolsvörtum klettablettum innst í firði sem sé klæddur grænu á sumrin en þess utan snjó. Mælt er með að kynnast bæjarbragnum með að heimsækja verslanir og veitingastaði, til dæmis Skaftfell bistro sem sé með eigið bókasafn.

Um Breiðdalsvík segir að þar sé lítið fiskþorp með íbúðarhúsum, gististöðum og veitingahúsum inn á milli dramatískra nágranna: fornra eldfjalla, himinhárra tinda og úfins hafsins. Í bænum sjálfum séu síðan tvö hótel, brugghúsið Beljandi og gamaldags dagvöruverslun í bland við skipulagðar ferðir til að skoða allt það helsta.

Aðrir bæir á listanum eru Vík í Mýrdal, Húsavík, Siglufjörður, Höfn í Hornafirði, Grímsey og Suðureyri.