Brenna og flugeldar á Eskifirði: Myndir
Brennur voru haldnar á flestum stærri byggðarkjörnum Austurlands þetta árið.
Ljósmyndari Agl.is fór á stjá á gamlárskvöld og myndaði brennu Eskfirðinga. Síðar um kvöldið kom hann sér fyrir á Hólmahálsinum til að horfa á flugeldagleði Eskfirðinga þetta árið. Miklu var skotið upp og gaman var að líta augum á fjallshlíðarnar sem umkringdu herlegheitin og lýstust upp í sjónarspilinu.