Breytingum á Fáskrúðsfirði frestað

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ekki sé að svo stöddu rétt að fara út í þá breytingu að húsnæði slökkvistöðvar á Fáskrúðsfirði hýsi jafnframt starfsemi þjónustumiðstöðvar. Talið er að  breytingar á húsnæði slökkvistöðvarinnar sé ekki meðal þess sem er brýnast í framkvæmdum bæjarins auk þess sem ástand á fasteignamarkaði sé þannig að líklegra er að viðunandi verð fáist fyrir áhaldahús bæjarins ef sala verður ákveðin síðar.

fjaragbyggarlg.jpg

Eftir að nýlega bættist í bílaflota slökkviliðsins þykir jafnframt ljóst að húsnæði þjónustumiðstöðvar á Norðfirði ekki nægjanlega stórt til að rúma bæði starfsemi slökkvistöðvarinnar og umhverfis- og mannvirkjamiðstöðvar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar