Brjánsi endurfæddur
Brjánsi virtist endurfæddur á frumsýningu Djúpsins á leikritinu Sódóma Reykjavík! í kvöld í Egilsbúð.
Leikfélagið Djúpið frumsýndi leikritið Sódóma Reykjavík! í kvöld í Egilsbúð á Neskaupstað. Kvikmyndin, sem leikritið er gert eftir, er eftir Óskar Jónasson, en leikgerð er eftir Felix Bergsson. Guðjón Sigvaldason sá um að leikstýra verkinu fyrir Djúpið þetta árið. Ljósmyndari Agl.is fór á stjá og fylgdist með frumflutningi verksins. Þar vann Jón Baldvinsson sannkallaðan leiksigur í hlutverki Brjánsa sem margir muna eftir úr samnefndri mynd.
Sýningar eru sem hér stendur:
Frumsýning 15. mars kl. 20:00
Skólasýning 16. mars kl. 16:00
Miðnætursýning 16. mars kl. 00:00
Sunnudagur 18. mars kl. 20:00
Mánudagur 19. mars kl. 20:00