Brydda upp á nýjungum í matsal Vök Baths á sérstökum pop-up dögum
Safaríkur hammari eða salfiskur að hættu Börsunga. Það er meðal þess sem sérstaklega verður boðið upp á á sérstökum pop-up dögum hjá Vök Baths um þessa og næstu helgi.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, segir reglulega skoðað að brydda upp á nýjungum hjá fyrirtækinu og þá ekki síst í veitingasal heilsulindarinnar.
„Mig lengi langað að fá einhverja af þessum frábæru kokkum sem við eigum hér til að bjóða upp á eitthvað sérstakt og þetta svona liður í því. Reyndar er viðburðurinn nú tilkomin vegna þess að kokkurinn okkar var á leið í frí og því ákváðum við að bjóða velkomna tvo frændur mína úr kokkastétt og bjóða fleiri rétti en við gerum venjulega.“
Pop-up Vök Baths hófst formlega í gær á heitasta degi ársins hingað til og tókst glimrandi til að sögn Aðalheiðar. Þétt setið úti og inni og mikið að gera.
„Við höldum þessu áfram út þessa helgi og svo næstu helgi líka og vonum að fólk taki vel í.“