Skip to main content

Bygging rafstöðvar á Eiðum var stórvirki

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. sep 2022 11:14Uppfært 02. sep 2022 14:25

Þegar framtíð Eiðaskóla þótti vera komin í tvísýnu snemma á fjórða áratug síðustu aldar fór fólk af stað og tryggði að byggð yrði rafstöð fyrir skólann. Mikil vinna var að baki framkvæmdunum.


Saga rafstöðvarinnar er rifjuð upp í Austurglugga vikunnar.

Fjármagn fékkst frá Alþingi þannig hægt var að byggja 100 hestafla rafstöð árið 1934. Hún var komin í rekstur ári síðar og var þá haldin ljósahátíð í skólanum.

Fljótt var þó ljóst að vatnið í virkjuninni var ekki nægt. Var því gripið til þess ráðs að hækka Eiðavatn um rúma tvo metra með löngum skurði frá vatnasvæði Gilsár þar í grennd.

„Það er víst ábyggilegt að þetta hefur verið heilmikið stórvirki á þessum tíma og með takmörkuðum vélum og tækjum til að vinna þetta,“ segir Jóhann Grétar Einarsson, fyrrum stöðvarstjóri á Seyðisfirði.

Rafstöðin var síðan í rekstri fram til 1960. Var þá veiturafmagn orðið í boði auk þess sem Veiðifélag Gilsár tók fyrir afrennsli.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.