Byssusýning í Sláturhúsi
Skotfélag Austurlands stendur fyrir byssusýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, laugardaginn 12. febrúar næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 18:00.
Á sýningunni verð til sýnis allar gerðir af byssum og skotvopnum, flest eru vopnin í eigu félaga í Skotfélagi Austurlands, veiðimanna og byssueigenda sem eru búsettir á Austurlandi og lána gripina á þessa sýningu.
Ekki er að efa að mörg áhugaverð skotvopn munu rata inn á þessa sýningu, gömul og ný vopn af ýmsu tagi, haglabyssur, rifflar og skammbyssur. Frítt er inn á sýninguna sem stendur milli klukkan 11:00 og 18:00 á laugardaginn og allir eru velkomnir, segir í auglýsingu frá Skotfélagi Asturlands.