Danshópur í vinnuskólanum (Myndband)
Stofnaður hefur verið danshópur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraða. Um er að ræða danshópinn 700, sem skipaður er nemendum vinnuskólans.Fyrstu viku vinnuskólans tók hópurinn upp dansmyndband, þar sem hver meðlimur hópsins samdi sjálfur sín eigin spor. Myndbandið má sjá hér.
Frá þessu segir á heimasíðu Fljótsdalshéraðs en dansararnir eru á aldrinum 14-16 ára, og gafst þeim kostur á að taka þátt í listahópi, í staðinn fyrir að sinna hefðbundinni útivinnu.
Hópurinn mætir alla virka daga og æfir í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Dagurinn hefst á danstíma þar sem meðlimir hópsins læra danstækni og dansrútínur. Í framhaldi af danstímanum tekur við skapandi starf þar sem æfð eru ýmis konar atriði ásamt æfingum í spuna og að koma fram.
Hópurinn mun koma fram við ýmis tilefni í sumar, umsjónarmaður hans er Emelía Antonsdóttir Crivello.