Davíð Þór er Carl Lewis Útsvarsins

Lið Fjarðabyggðar er komið í undanúrslit spurningakeppninnar Útsvars eftir að hafa burstað Ölfus 108-46 á föstudagskvöld. Áhorfendur virtust hrífast sérstaklega af miðjumanni Fjarðabyggðar.


Fjarðabyggð hafði yfirburði allan tímann en segja má að þeir hafi komið í ljós í stóru spurningunum eftir síðasta auglýsingahlé þar sem liðið negldi hverja spurninguna á fætur annarri.

Liðið hefur átt góðar keppir í vetur, byrjaði á að hefna ófaranna gegn Fljótsdalshéraði í úrslitunum í fyrra og vann síðan Reykjavík 110-55 í síðustu umferð.

Þetta var fyrsta viðureignin í átta liða úrslitunum og verða undanúrslitin ekki fyrr en í maí. Lið Fjarðabyggðar skipa þau Davíð Þór Jónsson, Hákon Ásgrímsson og Heiða Dögg Liljudóttir. Fjarðabyggð vann keppnina árið 2013.

Því er við þetta að bæta að Sigmar Guðmundsson, spyrill, átti afmæli daginn sem keppnin fór fram og fékk vitaskuld viðeigandi viðtökur. Áhorfendur höfðu orð á þeim, ásamt öðru, á samfélagsmiðlum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar