Diddú og Egill skemmtu viðskiptavinum Arion banka
Arion banki og Einkaklúbburinn buðu viðskiptavinum á tónleikaum í Egilsstaðakirkju í síðusut viku. Eftir að hafa hitað upp í útibúi Arion á Egilsstöðum fyrr um daginn, þar sem Diddú og Egill tóku nokkur lög, dönsuðu við viðskiptavini og slógu á létta strengi, var síðan fullt út úr dyrum á tónleikunum um kvöldið.
Óhætt er að segja að þau Diddú og Egill hafi staðið sig með eindæmum vel og fjölbreytt lagavalið virtist falla vel í kramið hjá viðstöddum.
Starfsfólk Arion banka á Egilsstöðum bauð uppá heitt kakó og kleinur í hléinu og þrátt fyrir kulda og nokkur snjókorn, létu tónleikagestir sig ekki muna um að gæða sér á veitingunum utan dyra, áður en haldið var aftur inn í hlýjuna í kirkjunni.