Dæmdur fyrir að virða ekki hvíldartíma
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag vörubílstjóra til að greiða sekt fyrir brot á lögum um hvíldartíma. Ökumaðurinn var stöðvaður í Reyðarfirði í október 2008 þar sem hann var að flytja fisk frá Eskifirði til Grundarfjarðar.
Eftirlitsmenn skoðuðu ökuskífur mannsins þrjá mánuði aftur í tímann. Þá komu í ljós ellefu atvik þar sem maðurinn hafði annað hvort ekki virt reglur um hvíldartíma eða leyfilegan hámarksaksturstíma.
Maðurinn bar því við að hann hefði gleymt skífunum í ökuritanum og því kynni annar bílstjóri að hafa keyrt bílinn. Einnig var bent á að sjálfstæð lögreglurannsókn á málinu.
Dómurinn taldi þetta ekki hafa komið að sök auk þess sem skífurnar sýna hvort bíllinn er á ferð eða stendur kyrr. Maðurinn var því dæmdur til að greiða 600 þúsund króna sekt til ríkissjóðs ella sæta fangelsi í 32 daga.