Draumur völvunnar
Völva Agl.is spáir áframhaldandi uppljóstrunum fram í lok febrúar. Í desember dreymdi hana draum um tíu vikna ótíð. Sá virðist þegar hafa ræst að hluta því válynd veður hafa barið á landsmönnum reglulega síðan þá.
Desember 2010
Völvan er stödd í New York, svífur í gegn um gluggalausan vegg í skýjakljúf. Þar er heil hæð tóm, gamall Bónuslager, mjög skuggsýnt þar inni. Völvan hugsar, hér er ekkert inni, til hvers er ég hér? Þá sér hún fimm pappakassa koma á færibandi og staðnæmast undir daufu ljósi í loftinu. Einhver segir „vilt þú taka þetta með heim“. Hvað er þetta spyr Völvan „þetta er það eina sem skilið var eftir hér, við viljum losna við það, þetta eru leyndarmál Íslendinga“.
Völvan tekur þá lok af einum kassa og sér að hann er fullur af þétt prentuðum blöðum en engin fyrirsögn var efst á síðunni, tveir staflar í kassa. „Nei ég tek þetta ekki með, þið verðið að finna betri leið“ segir Völvan ákveðin. Hún sá tvo menn sem ráðgast um stund og hafa samband við þann þriðja, sem var lengra frá. Eftir litla stund segja þeir að hann hafi fundið rétta leið. Það er maður sem mun koma þessu í réttan farveg á Íslandi, „þá erum við lausir við þetta“ segir hann ánægður.
Ráðning
Draumurinn táknar 10 vikna ótíð frá 15 desember að telja, fram í lok febrúar. Á þeim tima einnig uppljóstranir leyndarmála í þjóðfélaginu, viðkomandi útrásarmönnum, fjármálum og fleiru áhugaverðu. Þessar 10 vikur verða tími ótíðar og uppljóstrana í þjóðfélaginu.