Dregið saman í rekstri Fljótsdalshéraðs

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að fara í sparnaðaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins.

Sparnaðurinn snýr að rekstrarútgjöldum og kemur til vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í skatttekjum sveitarfélagsins, umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Er um að ræða um 87 milljónir króna. Mest á að draga saman í samgöngumálum og í liðnum óvissum útgjöldum.

fljtsdalshra_merki.jpg

Spara á fimm milljónir króna í félagsþjónustu, 600 þúsund í heilbrigðismálum, 10,5 milljónir í fræðslumálum, 1,4 milljónir í menningarmálum, 6,2 milljónir í æskulýðs- og íþróttamálum, 3,1 milljón í brunamálum og almannavörnum, 1 milljón í hreinlætismálum, 1 milljón í skipulags- og byggingarmálum, 14,5 milljónir í samgöngumálum, 4,5 milljónir í umhverfismálum, 2 milljónir í atvinnumálum, 7,1 milljón í sameiginlegum kostnaði og 20 milljónir í óvissum útgjöldum. Þá verða sparaðar 15 milljónir í eignasjóði (viðhaldsliðum) og milljón í þjónustumiðstöð.

 

Þá hefur verið ákveðið að taka hundrað og fimmtíu milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 15 ára. Er lánið tekið vegna gatna- og fráveituframkvæmda á árinu 2008.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar