Dugnaðarforkur í Nesskóla

Björg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, hlaut verðlaunin Dugnaðarforkur Heimilis og skóla á dögunum. Var hún ein þriggja sem hlaut slík verðlaun á landsvísu. Björg var tilnefnd af foreldrafélagi Nesskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. 38 tilnefningar bárust til foreldraverðlaunanna að þessu sinni og voru 34 verkefni tilnefnd.

bjor_thorvaldsdottir_nesskola.jpg

 

 

 

Mynd: Björg Þorvaldsdóttir tók við viðurkenningunni úr hendi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur./Nesskóli

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar