Dugnaðarforkur í Nesskóla
Björg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, hlaut verðlaunin Dugnaðarforkur Heimilis og skóla á dögunum. Var hún ein þriggja sem hlaut slík verðlaun á landsvísu. Björg var tilnefnd af foreldrafélagi Nesskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. 38 tilnefningar bárust til foreldraverðlaunanna að þessu sinni og voru 34 verkefni tilnefnd.
Mynd: Björg Þorvaldsdóttir tók við viðurkenningunni úr hendi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur./Nesskóli