Skip to main content

Dusilmenni í úrslit Músiktilrauna

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. mar 2022 12:49Uppfært 29. mar 2022 13:38

Hljómsveitin Dusilmenni úr Neskaupstað tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Músiktilrauna.


Sveitin hefur verið til í þrjú ár en hún er skipuð fjórum 15 og 16 ára gömlum strákum úr Neskaupstað. Skúli Þór Ingvarsson syngur, Benedikt Arnfinnsson spilar á gítar, Hlynur Fannar Stefánsson á trommur og Jakob Kristjánsson á bassa.

Sveitin spilar rokk og þungarokk, en horfa má og hlusta á frammistöðu hennar í spilaranum hér að neðan.

Sveitin spilaði á þriðja úrslitakvöldi Músiktilrauna í gærkvöldi. Dómnefnd og salur völdu hvor sína sveitina áfram í úrslitin en dómnefndin bætti síðan við fjórum sveitum úr undanúrslitakvöldunum þremur. Dusilmennin voru þar á meðal. Tíu sveitir keppa á úrslitakvöldinu á laugardag.

Dusilmennin voru ekki einu Norðfirðingarnir í salnum því Jón Skuggi var hljóðmaður kvöldsins.

Þau verða heldur ekki einu þátttakendurnir á úrslitakvöldinu sem rekja ættir sínar austur. Lára Snædal Boyce, sem ættuð er frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal er í pönksveitinni Sóðaskap. Dómnefnd valdi hana áfram af öðru undanúrslitakvöldinu.

Mynd: Músiktilraunir