Efnilegir tónlistarmenn í hljómsveitasmiðju: Myndir
Sjö hljómsveitir með tuttugu þátttakendum á aldrinum 10-20 ára tóku þátt í tónlistarnámskeiði sem haldið var á Austurlandi fyrir skemmstu. Námskeiðinu lauk á stórtónleikum á Eskifirði.
„Við erum mjög ánægðir með þessar viðtökur,“ segir Jón Hilmar Kárason, einn forsprakka hljómsveitarsmiðjunnar.
Námskeiðið hefur staðið síðan í vor en hljómsveitunum gafst tækifæri á að koma fram í sumar á hátíðum eins og Neistaflugi, Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi og Vegareiði. Þá fóru þátttakendurnir á útgáfutónleika norðfirsku rokksveitarinnar Coney Island Babies.
Æft var á tveimur stöðum, í Neskaupstað og á Egilsstöðum og voru átta kennarar sem aðstoðuðu krakkana, miðluðu af reynslu sinni og spiluðu með þeim þar sem þurfti.
Myndir: Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir