„Ég fæ fleiri hugmyndir en ég hef tíma til að framkvæma“

María Ósk Kristmundsdóttir, sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli, er í yfirheyrslu vikunnar. María er í stjórn TAK (Tengslaneti austfiskra kvenna) sem situr í dag hádegissúpufund með kynsystrum sínum í Fjarðaáli eins og Austurfrétt greindi frá hér.



María Ósk er tölvunarfræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun og hefur starfað hjá Fjarðaáli í tíu ár, fyrst í iðnstýringum í tölvuteymi, síðan við verkefnastjórnun í áreiðanleikateymi og nú sem sérfræðingur í straumlínustjórnun (lean) í framleiðsluþróunarteymi.

Fullt nafn: María Ósk Kristmundsdóttir.

Aldur: 34 ára.

Starf: Sérfræðingur í straumlínustjórnun.

Maki: Þórir Björn Guðmundsson.

Börn: Hanna Sólveig (6 ára) og Kristmundur Karl (3 ára).

Hvað er í töskunni þinni? Tölva, gleraugu, hnetupoki, tyggjó, lyklar, starfsmannapassi og sími.

PC eða Mac? Þetta er allt byggt á sama grunni. Android stýrikerfið er í uppáhaldi þessa dagana, er með það allsstaðar.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil stelpa? Ég ætlaði alltaf að verða læknir, helst geðlæknir og þegar ég var í 10. bekk var ég ákveðin í að verða taugalæknir eftir að hafa farið á fyrirlestur í Háskólabíói hjá taugalækninum Oliver Sacks sem Robin Williams lék í myndinni the Awakenings.

Hver er þinn helsti kostur? Ég fæ fleiri hugmyndir en ég hef tíma til að framkvæma.

Hver er þinn helsti ókostur? Ég fæ fleiri hugmyndir en ég hef tíma til að framkvæma.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Stórurð, sem heitir í raun Hrafnabjargaurð.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Sveitaost, hindberjasultu og engifer.

Besta bók sem þú hefur lesið? A Man‘s Search for Meaning eftir Viktor Frankl sem lifði af útrýmingarbúðir Nasista.

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Föstudaga er pizzuveisla og spilakvöld en annars eru allir dagar uppáhalds.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Mahatma Gandhi.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Æðruleysi.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Veit ekki hvað er leiðinlegast, en skemmtilegast finnst mér að hengja út þvott og brjóta saman þvott sem hefur hangið úti á snúru. Það er yndi.

Hver er þín helsta fyrirmynd og af hverju? Mamma, af því hún hefur kennt mér svo margt um ævina og svo er hún mikill leiðtogi og góð manneskja. Amma mín var líka mikil fyrirmynd, hún var skólastjóri á Bakkafirði og sem beitti sér sveitarstjórnarmálum fyrir framþróun hér á Austurlandi.

Áhugamál? Að lesa góðar bækur, hlusta á góða tónlist, æfa yoga og syngja. Ég hef mikinn áhuga á jákvæðri sálfræði og hef síðustu ár notið þess að vinna í garðinum mínum.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerir þú þá? Fæ mér lúr, svefn er fágætur munaður hjá mér.



Hvað ætlar þú að gera um helgina? Slaka á með fjölskyldunni og kannski prófa að fara í Zumba á sunnudaginn.

Ljósmynd: Jón Tryggvason.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar