Ein um að framleiða drykki úr íslenskum villijurtum

„Þetta byrjaði eiginlega þegar vinkona mín, sem er hálffinnsk, leyfði mér að smakka finnskan berjablaðadrykk sem var rosalega góður og við fórum að hugsa hvort við gætum ekki nýtt þessa aðferð í þessari náttúru hér,“ segir Dagrún Drótt Valgarðsdóttir, sem framleiðir óáfenga drykki úr íslenskum villijurtum í Fljótsdalnum.

Fyrirtæki Könglar er eitt þeirra sprotafyrirtækja í Fljótsdal sem náð hafa góðum árangri á skömmum tíma en jurtadrykkir fyrirtækisins hafa selst vel síðan þeir komu fyrst á markið fyrr á árinu.  Tilurð fyrirtækisins og framleiðslunnar var nokkur tilviljun að sögn Dagrúnar en fyrirtækið hefur notið góðvildar og fengið góða styrki frá sveitarfélaginu sjálfu.

„Draumurinn var að við tvær myndum vinna við þetta en vinkona mín var þá í skóla á Hallormsstað. Hún sótti um styrk í Matvælasjóð og fékk styrkinn svo við þurftum raunverulega að fara að gera eitthvað í þessu verkefni.“

N4 tók hús á Dagrúnu og markaðsstjóranum Brynjari Darra Sigurðssyni fyrir skemmstu fyrir nýjasta þátt Að austan sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni í gær og sjá má hér að neðan í heild sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.