Einmanaleg jól á Djúpavogi ferðast um heiminn
Tónlistarmaðurinn Kristján Ingimarsson eða Kristján I á Djúpavogi hefur sent frá sér jólalagið „Lonely Christmas“ eða „Einmanaleg jól.“ Lagið fær spilun víða um heim í gegnum streymisveitur.Kristján I gaf lagið út þann 1. desember, á degi íslenskrar tónlistar og fyrsta degi aðventu. Lagið er komið með yfir 8.300 spilanir á Spotify og er þar mest spilaða lag Kristjáns, sem árið 2021 sendi frá sér breiðskífuna „Tilveran“
Tónlistarmaðurinn segist óska þess að fólk sé ekki einmana um jólin heldur geri lagði vonandi aðventuna og jólin betri, hvað sem fólk sé að gera.
Hljóðfæraleikarar frá Norðfirði eru áberandi meðal undirleikara í laginu. Daníel Arason útsetti það og spilar á orgel og píanó, Guðjón Steinar Þorláksson spilar á bassa og Bjarni Halldór Kristjánsson úr SúEllen á gítar. Að auki spilar Erik Qvick á trommur og Gunnar Smári Helgason hljóðblandar.