Eiríkur Hauks snýr heim til Norðfjarðar á Eistnaflug

eirikur_hauksson.jpgRauðhærði rokkarinn Eiríkur Hauksson verður aðalgestur þungarokkshátíðarinnar Eistnaflug sem haldin verður á Norðfirði aðra helgina í júlí.

 

Nokuð er síðan Eiríkur, sem ólst upp á Norðfirði, spilaði þar seinast. Hann hefur undanfarin ár verið búsettur í Noregi en hefur komið fram tvisvar fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, seinast með laginu Valentine‘s Lost árið 2008.

Hljóðfæraleikarar hans að þessu sinni koma úr Ham, Innvortis og Skálmöld. Seinasta sveitin verður einnig á hátíðinni en nýútkomin plata hennar hefur fengið frábær dóma.

Í gær var tilkynnt um tíu sveitir sem spila munu í hátíðinni í Egilsbúð 7. – 9. júlí í sumar en tvær höfðu áður verið staðfestar. Meðal þeirra hinir austfirsku Trassar með upprunalega trommaranum, Jónasi Sigurðssyni en sólóplata hans, Allt er eitthvað, þykir meðal bestu platna ársins.

Sveitirnar tólf eru:
ASK THE SLAVE
ATRUM
BENEATH
EIRÍKUR HAUKSSON
MOMENTUM
OFFERINGS
SECRETS OF THE MOON
S.H. DRAUMUR
SKÁLMÖLD
SÓLSTAFIR
THE MONOLITH DEATHCULT
TRASSAR

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.