Eiríkur Hauksson: Það er sterk taug milli mín og Norðfirðinga

eirikur_hauksson.jpgRokksöngvarinn Eiríkur Hauksson segist hlakka til að mæta á þungarokkshátíðina Eistnaflug í sumar. Kærkomið sé að hafa ástæðu til að kíkja í heimsókn á Norðforð og gera það sem hann kunni best.

 

Eiríkur dvaldi á Norðfirði sumarið 1978 en hann segir að milli sín og staðarsins sé alltaf sterk.Því hlakkar hann til að koma á Eistnaflug. „Á milli mín og staðarins og ekki síst fólksins í bæjarfélaginu. Það er því meira en kærkomið að hafa loksins ástæðu til að kíkja í heimsókn og gera það sem ég kann best, nefnilega að rokka og róla,“ sagði Eiríkur í samtali við Agl.is.

Hann segist afskaplega lélegur í öllu sem varði tíma og skipulag þannig hann muni ekki nákvæmlega hvenær hann hafi verið seinast á Norðfirði. Tilefnið hafi verið endukoma hljómsveitarinnar Amon-Ra.

Eiríkur segist „mjög spenntur“ fyrir að fá að upplifa Eistnaflugið sem hann hafi heyrt mikið um. „Stebbi frændi er búinn að setja saman þrusu band fyrir mig og strax eftir áramótin set ég mig í samband við piltana og við neglum lagalistann. Það má reikna með að bæði Drýsill og Artch „kíki við í anda „ og síðan verða þetta verða þetta bara einhver óska metallög Eiríkis Haukssonar.

Þetta veðrur án nokkurs vafa heljar mikið fjör og þétt stuð. Ég hlakka til að sjá alla gömlu vinina aftur og að sjálfsögðu að eignast nýja.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.