Eistnaflug: Rosalega skemmtilegt að vera valinn bestur í einhverju

Þungarokkshátíðin Eistnaflug bætti við sig enn einu verðlaunum þegar hún var valin tónlistarhátíð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir skemmstu.


„Það er rosalega skemmtilegt að vera valinn bestur í einhverju, það gleður okkur alveg helling,“ segir Stefán Magnússon, helsti forsprakki hátíðarinnar.

Undirbúningur fyrir hátíðina í sumar gengur vel og eins og venjan er verður allt sett á fullt. „Við erum búin að vera að föndra þessa hátíð núna í 13 ár og við erum bara í svakalegu stuði.“

Þetta er önnur verðlaunin sem Eistnaflug fær á stuttum tíma en fyrir skemmstu fékk hún Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.

En hvað á að gera við verðlaunagripina? „Þeir fara upp á einhverja rosalega fallega hillu og verða þar næstu árhundruðin!“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar