Eitthvað fyrir alla á Íþróttaviku í Fjarðabyggð og Múlaþingi
Jóga- eða prjónaganga, parkour, frisbígolf, átakalistir eða vatnsleikfimi? Þetta meðal þess sem áhugasömum íbúum í Fjarðabyggð og Múlaþingi bjóðast að prófa frítt út þessa vikuna.
Bæði sveitarfélög taka þátt í sérstakri evrópskri íþróttaviku en henni ætlað að opna stóran heim íþrótta fyrir þeim er áhuga hafa að bæta líf og heilsu með líkamsrækt hvers kyns. Verkefnið hófst strax um liðna helgi þegar boðið var upp á opið hús í líkamsræktarsölum og sundlaugar og þess háttar viðburðir verða áfram út þessa viku fram á laugardaginn kemur.
Dagskráin er sem hér segir:
MÚLAÞING
Þriðjudagur: Fjölskyldujógaganga og prjónaganga
Miðvikudagur: Frisbígolfnámskeið, opnar fótboltaæfingar og körfuknattleiksæfingar
Laugardagur: Parkour-námskeið og hjólafjör Vasks og Þristsins
FJARÐABYGGÐ
Mánudagur: Frisbígolfnámskeið og mót í kjölfarið
Þriðjudagur: Vatnsleikfimi og sundpartí plús körfuboltaæfing fyrir konur
Miðvikudagur: Sundpartí og körfuboltaæfing fyrir konur
Fimmtudagur: Fyrirlestrar, Tabata og fjölskylduganga
Föstudagur: Átakalistir og badminton fyrir fjölskylduna
Laugardagur: Fyrirlestrar og opnir blaktímar
Nánari upplýsingar um dagskrá, staðsetningu og tímasetningar finnast á vef Fjarðabyggðar og um dagskrá Múlaþings í vikublaðinu Dagskrá vikunnar.