Ekkert Eistnaflug í ár

Þungarokkshátíðin Eistnaflug verður ekki haldin í Neskaupstað í ár. Þetta markar þó ekki endalok hátíðarinnar að sögn skipuleggjenda.


Þetta kemur fram í tilkynningu sem þeir sendu frá sér á Facebook-dag. Þar segir að ýmislegt hafi verið reynt til að koma hátíðinni á í ár en ýmislegt komið í veg fyrir það, flest beint eða óbeint afleiðingar af Covid.

Skýrt er tekið fram að aðeins sé um hlé og andrými að ræða sem nýtist til að endurskoða vinnuferli og skipulag. Áfram sé unnið í að endurnýja hátíðina og gera hana enn betri. Áfram verði haldið með tónleikaröð í Reykjavík.

Hún féll niður 2020 og 2021 vegna Covid-faraldursins en var haldin í fyrra.


„Okkar markmið hefur alltaf verið að skemmta ykkur með besta þungarokkinu og að halda eina bestu hátíð Íslands, þar sem allir eru jafnir og eins og fjölskylda! Við munum snúa aftur! 2024 mun vera sturlað ár!“


 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.