Skip to main content

Ekkert gsm-mastur á Selöxl

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2009 13:57Uppfært 08. jan 2016 19:20

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur hafnað leyfi fyrir uppsetningu gsm-masturs á vatnsmiðlunargeymi á Selöxl, í nýlegu íbúðarhverfi innan Egilsstaðabæjar. Við upphaflega afgreiðslu byggingarleyfis láðist að láta fara fram grenndarkynningu vegna mastursins.

gsm-mast.jpg

Í afgreiðslu bæjarstjórnar frá 22. október sl. segir:

 

,,Þar sem við upphaflega afgreiðslu byggingarleyfis láðist að láta fara fram grenndarkynningu, ekki var gert ráð fyrir gsm- mastri við hönnun vatnsmiðlunargeymisins og vegna fjölda áskoranna frá íbúum í nágrenni vatnsgeymis, þá hafnar bæjarstjórn  leyfi fyrir umræddu gsm-mastri.

Í ljósi þess að ekki verður fram hjá því litið, að gsm-símar gegna veigamiklu hlutverki í daglegu lífi fólks, þá felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir samstarfi við símafyrirtækin um æskilega staðsetningu gsm- loftneta og senda í þéttbýli.  Skipulags- og mannvirkjanefnd mun beita sér fyrir því, að niðurstaða úr þeirri vinnu fái skipulagslega meðferð.“

 

Sótt var fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða og Fella um leyfi til að byggja tæknirými fyrir fjarskiptabúnað ásamt mastri fyrir símaloftnet á vatnsmiðlunargeyminum og að setja málið í grenndarkynningu um miðjan júlí árið 2008. Bæjarstjórn ákvað í ágúst 2009 að afturkalla byggingarleyfið fyrir loftnetinu að fengnum athugasemdum vegna mastursins.