Ekkert leiðinlegt að upplifa bílveltu

„Það er ekkert að hægt að kvarta þegar börnin hafa svona gaman af því að kynnast öryggi og forvörnum,“ segir Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla í Fellabæ.

Veltibíllinn svokallaði, sem rekinn er af Brautinni - bindindisfélagi ökumanna, hefur verið á ferð um Austurland síðustu dagana og komið við í öllum grunnskólum frá Djúpavogi að Fellabæ þar sem bíllinn var í dag. Framundan er stopp í Brúaráskóla síðar í dag og börn á Seyðisfirði og á Egilsstöðum fá að prófa á morgun. Síðan heldur bíllinn áfram til Vopnafjarðar og Þórshafnar á föstudag.

Svo mjög var áhuginn á að upplifa bílveltu að þegar Austurfrétt bar að garði voru nokkur börn að rökræða við stjórnendur og vildu meina að þau hefði ekki fengið að fá veltu. Ljóst var af látbragði stjórnenda að það var ekki raunin en vel var samt tekið í óskir um fleiri veltur.

Skólastýran sjálf sagðist aðspurð ekki hafa minnsta áhuga að prófa eina veltu.

Veltibíllinn er bifreið sem líkir eftir þeirri upplifun að velta og sýnir skýrt fram á nauðsyn þess að vera með bílbelti öllum stundum í bifreið og þá sama hvar fólk er í bílnum. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.