Ekki friðlýst að svo stöddu
Í tillögu umhverfisnefndar Alþingis er farið fram á að Egilsstaðaskógur og Egilsstaðaklettar verði tekin út af friðlýsingaráætlun næstu fimm ára, en gert var ráð fyrir að friðlýsa þrettán svæði í landinu á því tímabili. Í nefndaráliti segir meðal annars að rétt sé að fella Egilsstaðaskóg og Egilsstaðakletta brott úr áætlun fyrir þetta tímabil þar sem ljóst sé að hluteigandi aðilar, þar á meðal landeigendur, séu friðlýsingu mótfallnir.