Ekki sérleyfi á Drekanum

Orkustofnun veitir ekki sérleyfi á þessu ári til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Ástæðan er að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið umsókn um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu til baka. Áður hafði Aker Exploration gert slíkt hið sama. Stefna um framhaldið verður mótuð á næstunni af stjórnvöldum.

dreki_mynd_langanesbyggdis.jpg

Kristinn Einarsson yfirverkefnisstjóri auðlindamála hjá Orkustofnun, segir að nú þurfi að endurmeta málið í samráði við iðnaðarráðuneytið. Mögulegt gæti verið að hafa opið fyrir umsóknir í ákveðinn tíma á grundvelli fyrsta útboðsins.

 

Þau olíuleitarfyrirtæki sem sýndu áhuga á útboðinu en sóttu ekki um sérleyfi, báru fyrir sig erfitt  efnahagsástand á útboðstímabilinu með tilheyrandi skorti á nýju fjármagni og mikla áhætta sem fylgdi því að hefja rannsóknir á nýju svæði eins og Drekasvæðinu.

Aðalbjörn Björnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, lætur hafa eftir sér að þetta séu vonbrigði en þurfi þó ekki að þýða endalok verkefnisins.

-

Mynd/Langanesbyggð.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.