,,Þú þekkir hann á bjöllunni"

Sumarboðarnir koma hver eftir annann og nú er Ísbíllinn kominn líka.  Eins og undanfarin sumur mun hann færa ísþyrstum íbúum Austurlands kalt í gogginn á sólbjörtum og heitum sumardögum. isbillinn.jpgÍsbíllinn er nú í sinni annarri ferð um Austurland og verður á faraldsfæti um fjórðunginn á fjórtán daga fresti.  Alls eru Ísbílarnir fimm sem fara um landið, þessi dekkar svæðið frá Vík í Mýrdal til og með Austurlandi.  Kerfið er þannig að Ísbíllinn er á ferðinni sjö daga, síðan er sjö daga frí, svo reikna má með að hann verði á ferðinni á fjórtán daga fresti um allt Austurland í sumar eins og hann hefur gert undanfarin sumur, hann mun fara um þéttbýlisstaðina og út um allar sveitir og víst er að þú ,,þekkir hann á bjöllunni" eins og bílstjóri hans segir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar