Skip to main content

Eldur í bíl á Þórshöfn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. okt 2009 22:43Uppfært 08. jan 2016 19:20

Eldur kviknaði í bifreið sem stóð inni á verkstæði á Þórshöfn í dag og er hún talin gjörónýt. Mbl.is greinir frá.  Að sögn lögreglu á Þórshöfn tók vegfarandi eftir því að reyk lagði út um glugga verkstæðisins og lét eiganda strax vita en enginn var í húsinu um það leyti.

mbl_lney.jpg

Mikill reykur og hiti var í húsinu og hringdi eigandinn strax í neyðarlínuna og var slökkvliðið komið á vettvang eftir örskamma stund. Slökkviliðið opnaði húsið og reykkafari sá strax að bifreið af gerðinni Hyundai star var aldelda inni og var bíllinn dreginn út og vel gekk að slökkva eldinn.

Engin slys urðu á fólki en ljóst er að tjónið á verkstæðinu er tilfinnanlegt og skemmdir af völdum hita, reyks og sóts en ekki var eldur annars staðar en í bílnum. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá rafkerfi bílsins, að sögn lögreglu. (www.mbl.is)

 

 

Mynd/Líneik/mbl.is