Ellefu brennur auglýstar á Austurlandi
Ellefu áramótabrennur hafa verið auglýstar á Austurlandi á morgun gamlársdag, í Múlaþingi, Fjarðabyggð og á Vopnafirði. Spáð er grimmdarfrosti um áramótin.Á Vopnafirði verður kveikt í brennunni klukkan 16:30 og flugeldum skotið þar upp í nágrenninu kl. 17:00. Brennan ofan við Búðaröxl.
Fjórar brennur verða í Múlaþingi. Sú fyrsta í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 16:30. Flugeldasýning hefst klukkan 17:00.
Á Seyðisfirði hefst brennan klukkan 17:00 á Langatanga. Þar verður einnig flugeldasýning.
Á Djúpavogi er brennan á Hermannastekkum og hefst klukkan 17:00 en flugeldasýningin er boðuð kortéri síðar.
Á Borgarfirði er brennan klukkan 20:30 við norðurenda flugbrautarinnar.
Sex brennur eru í Fjarðabyggð og hefjast fimm þeirra klukkan 17:00. Það eru brennurnar á Hrúteyri við Reyðarfjörð, á malarsvæðið á móts við þorpið í Eskifirði, utan við flugvöllinn á Norðfirði, við Sævaranda/Fjöruborð á Fáskrúðsfirði og á malarsvæði sunnan við gámavöllinn á Breiðdalsvík.
Á Stöðvarfirði hefst brennan ekki fyrr en 20:30. Hún verður á Melseyri ofan Brygisness.
Veðurstofan spáir talsverðu frosti á svæðinu, 6-13 stigum á Austfjörðum en 7-19 stigum á Austurlandi að Glettingi þar sem kaldast verði í innsveitum. Frostið hefur víða á svæðinu verið um eða yfir tíu stig síðan í gærkvöldi. Útlit er að þannig viðri að minnsta kosti fram á nýársdag.