Endurgreiði þrotabúi TF
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fyrrverandi stjórnarformaður og hluthafi í Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, Jónas A. Þ. Jónsson, skuli endurgreiða þrotabúi fyrirtækisins rúmar 134 milljónir króna með dráttarvöxtum. Er um að ræða mismunandi háar upphæðir sem millifærðar voru af reikningum fyrirtækisins til stjórnarformannsins. Jónas skaut málinu til Hæstaréttar í febrúar sl. Þrotabúi Jónasar er jafnframt gert að greiða 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.