Enn eitt metárið hjá Berki NK-122
Börkur NK kom inn til löndunar í gærmorgun með 1.300 tonn af síld. Síldarvertíðin hefur gengið vel hjá þeim Barkarmönnum og er aflinn kominn yfir 9 þúsund tonn á vertíðinni og hefur nánast allur afli skipsins farið í manneldisvinnslu. Veiðar hafa gengið vel þótt vissulega sé langt að sækja aflann eða 36 tíma stím. Til gamans má geta þess að skipið hefur farið í 9 veiðiferðir á vertíðinni og hefur tíminn skipt skipst þannig að u.þ.b. 650 tímar hafa farið í stím, 330 tímar í löndun og aðeins hefur verið stoppað í 75 tíma á miðunum. Auk þess sem skipið hefur lagt af mörkunum 8 sólarhringa í síldarrannsóknir.
Nýta íslenskt hugvit
Síldarvinnslan hf ákvað síðastliðið haust, að endurnýja að fullu vinnslulínu um borð í frystitogaranum Barða NK-120. Gerður var samningur við Slippinn ehf. á Akureyri um hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum fiskvinnslubúnaði um borð í Barða NK og hófst smíðin á því í september. Allur eldri búnaður var rifinn úr skipinu í heimahöfn skipsins í Neskaupstað. Fyrirkomulag á vinnsludekki er hannað af Slippnum ehf. þar sem öllum búnaði er komið fyrir á mjög hagkvæman hátt þar sem tekið er tillit til m.a. óska áhafnar um betri vinnuaðstöðu og gott flæði hráefnis frá fiskimóttöku að frystilest skipsins. Slippurinn ehf. hafði einnig umsjón með öllum undirverktökum og innkaupum.
Efni/svn.is