Er ekki lengur opnar í Skaftfelli

Ný sýning, Er ekki lengur, opnar í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Um er að ræða innsetningu egypsku listakonunnar Nermine El Ansari.

Sýningin fjallar um útlegð og tilfærslu fólks. El Ansari hefur dvalið í listamannaíbúð Skaftfells síðan um miðjan október. Viku áður en hún kom hófust átök Ísraels og Hamas-samtakanna sem hefur leitt til stórfellds missis: dauða, eyðileggingar og landflótta sem kemur fram í listaverkunum.

Meðal þess er lestur súdanska skáldsins Moneim Rahama á eigin ljóði „Er ekki lengur“ sem hann samdi 23. október síðastliðinn. Hann spilast sem hluti af sýningunni.

Sjálf fluttist El Ansari til Íslands árið 2015 eftir að egypski herinn tók völdin í landinu og gerði endanlega út um þær lýðræðisvonir sem fylgdu arabíska vorinu. Hún hefur starfað hér sem listamaður og sem túlkur úr arabísku á ensku. Sögur sem hún hefur heyrt í þeirri vinnu hafa einnig áhrif á listaverkið.

Sýningin opnar klukkan 18 í dag og stendur til 15. desember.

Mynd: Juanjo Ivaldi Zaldívar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.