Er framsókn fallegasta orðið í tungumálinu?
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. okt 2022 09:29 • Uppfært 28. okt 2022 10:43
Hvað er fallegasta orðið í íslenskri tungu? Gæti það verið sleikjó eða sólarljós? Gufuruglaður eða gæska? Framsókn kannski?
Sitt sýnist hverjum í því sem öðru enda státar móðurmálið okkar af mörg hundruðum, ef ekki þúsundum, geysifallegra orða sem mörg hver eru að falla eða eru fallin í gleymskunnar dá.
Verkmenntaskóli Austurlands lagði þessa spurningu fyrir gesti á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fram fór í Neskaupstað fyrir skömmu. Fengust þar vel yfir 50 tilnefningar og þar á meðal orðin hér að ofan.
Nú vill skólinn taka þetta lengra og býður fólki að taka þátt í nafnlausri netkönnun til að fá afgerandi niðurstöðu og skal hún kynnt formlega á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember næstkomandi.
Könnunina má taka hér.