Erna í 20. sæti á heimslista í skíðaíþróttum fatlaðra
Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs ákvað á fundi sínum í vikunni að verða við umsókn Ernu Friðriksdóttur um styrk vegna þátttöku á Paralympics 2010 í Vancouver í Kanada 12.-21 mars. Erna er nú í 20. sæti á heimslistanum í skíðaíþróttum fatlaðra og hefur tryggt sér keppnisrétt á Paralympics 2010.