Eskfirðingur sigraði í sjómannalagakeppni
Ríflega sjötugur Eskfirðingur, Óli Fossberg, samdi lagið Blikandi bárur sem bar sigur úr bítum í Sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins.
Í viðtali við Sirrý á Rás 2 í morgun kom fram að lagið er um fjörutíu ára gamalt. Óli leikur sjálfur á ýmis hljóðfæri en diskur með lögum eftir hann er væntanlegur fljótlega. Hann hefur aldrei sjálfur verið á sjó en það hafa fjórir synir hans gert.
Ellert Borgar og Randúlfarnir fluttu lagið í keppninni. Textinn er eftir Aðalbjörn Úlfarsson.
Hlusta má á lagið hér á vef Rásar 2 .