Evrópuvika á Austurlandi

esb_fani.jpgÞekkingarnet Austurlands og Þróunarfélag Austurlands standa í vikunni fyrir Evrópuviku. Hugmyndin með henna er að bjóða Austfirðingum upp á fræðslu, umræður og ráðgjöf um Evrópumál og Evrópustyrki.

 

Mánudagur 17. Janúar kl. 17-19.  ÞNA Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.  Fræðslufundur um „Samningaviðræður við Evrópusambandið, helstu málaflokkar, staða viðræðna og næstu skref“ kynning frá fulltrúa utanríkisráðuneytisins og umræður.

Miðvikudagurinn 19. janúar kl. 13 – 18. ÞNA Vonarlandi, Egilsstöðum. Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana (www.evropusamvinna.is).  Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar æskulýðsstarfs og atvinnulífs. Dagskrá:
13:00 – 13:10    Evrópusamvinna.is
13:10 - 13:55    Menntaáætlun Evrópusambandsins
        Comenius – leik-, grunn- og framhaldsskólar
        Grundtvig – fullorðinsfræðsla
        e-Tvinning  – rafrænt skólasamstarf
        Leonardo – starfsmenntun
13:55 – 14:25    Evrópa unga fólksins
Kaffihlé
15:00 – 15:30    Evrópumenning
15:30 – 16:00     7.rannsóknaáætlun ESB, Euraxess evrópska rannsóknastarfatorgið
16:00 – 16:30    NPP norðurslóðaáætlunin og NORA Norður Atlantshafsnefndin
16:30 – 18:00    Fulltúar áætlananna verða til staðar fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf.

Fimmtudagurinn 20. Janúar kl. 20-22. ÞNA Vonarlandi Egilsstöðum. Málþing „Sterkara Íslands“ samtaka Evrópusinna (www.sterkaraisland.is)  um tækifæri sem felast í Evrópusamstarfi.  Dagskrá
•    Austurland í Evrópusambandinu - hvers má vænta? Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brusselskrifstofu Sambands Sveitarfélaga.
•    Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns, tækifæri í ESB fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni.
•    Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands, Er austfirsk þekking útflutningsvara?
•    Evrópusamtök á Austurlandi, umræður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.