Eysteinn: Það þarf ýmislegt að ganga upp til að ég þjálfi Hött

Knattspyrnumaðurinn Eysteinn Húni Hauksson segir að ýmislegt þurfi að ganga upp til að hann verði næsti þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Hetti. Hann segist samt hafa áhuga á að taka við liðinu.

 

ImageNjáll Eiðsson tilkynnti nýverið að hann ætlaði ekki að þjálfa liðið áfram en hann tók við því eftir að það komst upp í 2. deild haustið 2006.

Eysteinn er uppalinn hjá Hetti en fór ungur til Keflavíkur og síðan Grindavíkur þar sem hann hefur verið í átta ár. Hann er orðinn 35 ára gamall og hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun. Hann segist til þessa hafa komið sér undan umræðunni með að segjast koma heim þegar hann yrði 35 ára og kláraði ferilinn. Hann þjálfar yngri flokka Grindavíkur en var sterklega orðaður við Hött áður en Njáll tók við liðinu.

„Ég er að skoða mín mál og þau skýrast á allra næstu dögum. Það væri auðvitað ákveðin rómantík í því að standa við þetta gamla „oforð“ og loka hringnum á æskuslóðunum. Ég hef heyrt í gömlum félaga sem er sterklega tengdur fótboltanum heima, en það þyrfti ýmislegt að ganga upp til að af þessu yrði.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.