Fánar, fjallkonan og fallbyssur - Viðamikil 17. júní dagskrá í Múlaþingi og Fjarðabyggð

Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með viðamikilli dagskrá bæði í Múlaþingi og Fjarðabyggð en hjá báðum sveitarfélögum hefur hluti dagskrárinnar verið færður innandyra sökum slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn.

Samkvæmt núverandi spá byrjar að rigna lítils háttar strax með morgninum og í það bætir fram eftir degi og gerir Veðurstofan ráð fyrir úrhelli síðdegis. Hiti verður kringum tíu stig.

Í Fjarðabyggð er hefð fyrir að hátíðardagskráin flytjist árlega á milli bæjarkjarna í sveitarfélaginu og að þessu sinni fara þau fram á Fáskrúðsfirði. Hefst hún formlega klukkan 8 þegar fánar verða dregnir að húni en sjálf hátíðardagskráin hefst svo í Skrúð klukkan 14.

Dagskrá Fjarðabyggðar:

8:00 -  Fánar dregnir að húni.

Íbúar eru hvattir til að draga fána að húni á flaggstöggnum sínum.           

11:00 – 17. júní hjólatúr.

Íbúar eru hvattir til að fá sér hjólatúr í tilefni dagsins. Tilvalið að skreyta hjólin með Íslenska fánanum

13:00 – 17:00  Opið á safninu Frakkar á Íslandsmiðum.

Frítt inn fyrir íbúa í Fjarðabyggð í tilefni dagsins.

13:15 - Óhefðbundin messa í Fáskrúðsfjarðarkirkju

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson sér um stundina. Kristel Ben Jónsdóttir syngur. Hægt að ganga á hátíðarsvæðið að athöfn lokinni.

14:00 – 16:00 Hátíðardagskrá á svæðinu við Skrúð á vegum Leiknis.

Fjölbreytt dagskrá á hátíðarsvæðinu við félagsheimilið Skrúð.

    Hátíðarræða

    Ávarp fjallkonu

    Jón Hilmar og Ísabella flytja nokkur lög

    Börn úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar flytja atriði úr Ávaxtakörfunni.

    Veitingar

    Blöðru sala

    Andlitsmálun

    Hoppukastalar

    Leikir + boðhlaup (ef veður leyfir)

Dagskráin í Múlaþingi:

Egilsstaðir

10:30 Hátíðar- og fjölskyldumessa í Egilsstaðakirkju.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kór Egilsstaðakirkju. Organisti Torvald Gjerde.

Dagskrá í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum

11:00 – 12:30 Móttaka fyrir LEGO samkeppnina þemað í ár er Furðuheimar.

Börn fædd 2010-2017 geta tekið þátt.

11:00-13:15 Skemmtilegt í íþróttahúsinu,

Hoppukastalar, andlitsmálun,

Sjoppa – Candy floss, popp, pylsur og fleira góðgæti!

Blöðrusala meistaraflokks Hattar í knattspyrnu kvenna

14:00 Hátíðardagskrá á sviðinu í Íþróttahúsinu:

Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs

Hátíðarræða

Tónlistaratriði

Fjallkona

Árleg viðurkenning Rótarý

Húslestur

Tónlistaratriði

Verðlaunaafhending LEGO samkeppninnar

Tónlistaratriði

Minjasafn Austurlands er opið 10:00 – 18:00. Frítt inn.

15:30 Sýningaropnun: Hreindýradraugur. - Franski listamaðurinn François Lelong sýnir skúlptúra innblásna af hreindýrum og náttúru Austurlands.

Borgarfjörður Eystra

12:00 – 16:00 Myndlistarsýningin Kinship í Glettu á þriðju hæð Hafnarhússins.

Seyðisfjörður

Athugið: Þjóðhátíðarhlaupið hefur verið frestað til sunnudags vegna veðurs

Hátíðardagskrá:

10:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði.

13:30 Skotið úr fallbyssu við bæjarskrifstofu (ef veður leyfir).

Skrúðganga frá bæjarskrifstofu.

Hátíðardagskrá eftir göngu í Seyðisfjarðarkirkju.

Hátíðarmessa, sr. Sigríður Rún með hugvekju, kirkjukórinn syngur ættjarðarlög og létta sálma.

Tónlistarflutningur – Fjallkonan flytur ættjarðarljóð – Hátíðarávarp – Hvatningarverðlaun Hugins –– Andlitsmálning – Dýr – Babúbílarnir – Almenn gleði og skemmtun.

16:00 Sýningaropnun: Gúlígogg í Skaftfell Bistró. Jón Sigurpálsson, Pétur Kristjánsson og Örlygur Kristfinnsson.

17:00 KIOSK 108 & NO PANIC EHF.

List & Tónlist - Tónleikar með Drengurinn Fengurinn (IS) & Hugarró (IS) - Fiskisúpa, drykkir, pönnukökur.

Sunnudagur 18. Júní

11:00 Þjóðhátíðarhlaup fyrir 6-12 ára hressa krakka. Mæting í Hafnargarðinum, skráning á staðnum og verðlaun í boði.

Djúpivogur

11:00 Helgistund í Hálsaskógi.

13:00 Skrúðganga frá íþróttamiðstöðinni niður í Neista.

14:00 Neisti: Fjallkona - Andlitsmálning – Leikir – Vatnsrennibraut – Karaoke – Grill.

16:00 Djúpavogsdeildin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.